HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Orlofsblað BHM kemur framvegis eingöngu út á rafrænu formi

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að Orlofsblaðið komi framvegis eingöngu út á rafrænu formi. Til þessa hefur blaðið verið prentað og borið út til sjóðfélaga. Ákvörðunin er í takt við breytt viðhorf og væntingar til stofnana og fyrirtækja á sviði umhverfismála.

Fyrsta tölublaðið sem eingöngu verður gefið út rafrænt verður Orlofsblaðið 2020. Það verður sent til sjóðfélaga sem pdf-skjal í tölvupósti. Vakin er athygli á því að hægt er að skrá sig á póstlista Orlofssjóðs á orlofsvefnum. Einnig verður blaðið birt á orlofsvefnum og vef BHM og dreift á samfélagsmiðlum.

Kröfurnar eru skýrar

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær fimm aðildarfélög BHM sem undirrituðu kjarasamning við ríkið sl. mánudag. Að sögn formanns Sameykis stóðu aðildarfélög BSRB í þeirri trú að stéttarfélög opinberra starfsmanna ætluðu að fylgjast að hvað varðar útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Með samningi BHM-félaganna fimm við ríkið hafi þessi samstaða verið rofin.

 

Vegna ummæla formanns Sameykis vilja átta aðildarfélög BHM, sem hafa haft samflot í yfirstandandi kjaraviðræðum, taka fram að þau telja hag sinna félagsmanna ekki borgið með því að skrifa undir samningstilboð ríkisins sem byggist á krónutöluhækkunum, felur í sér styttingu vinnuvikunnar (með sölu og takmörkunum á ýmsum gæðum) og umfangsmikla breytingu á yfirvinnutaxta.

 

Kröfur félaganna eru skýrar: Við viljum prósentuhækkanir sem skila auknum kaupmætti til félagsmanna á samningstímanum, styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir að meðtöldum hléum og að menntun sé metin til launa þannig að lágmarkslaun fyrir fyrstu háskólagráðu verði ekki lægri en 500.000 kr.

 

BHM-félögin átta eru:

Dýralæknafélag Íslands

Félag geislafræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga

Félagsráðgjafafélag Íslands

Iðjuþjálfafélag Íslands

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Sálfræðingafélag Íslands

Þroskaþjálfafélag Íslands.

Skráning á póstlista KVH

Félagsmenn KVH sem óska eftir því að skrá sig á póstlista KVH og fá nýjustu fréttir í tölvupósti mega endilega senda tölvupóst á steinar@bhm.is með upplýsingum um nafn og netfang.

 

 

Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og taka þær gildi 1. nóvember nk. Á undanförnum misserum hafa útgjöld sjóðsins vegna sjúkradagpeninga aukist verulega en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Þetta veldur því að eiginfjárstaða sjóðsins er lakari en æskilegt væri. Að mati stjórnar sjóðsins er nauðsynlegt að bregðast við þróuninni til að tryggja rekstur sjóðsins.

Helstu breytingar miðað við núgildandi reglur verða sem hér segir:

 • Hámarkstími sem sjóðfélagi getur fengið greidda sjúkradagpeninga verður fjórir mánuðir með möguleika á framlengingu um einn mánuð í undantekningartilvikum og við sérstakar aðstæður. Hámarkstíminn er nú níu mánuðir.
 • Upphæð sjúkradagpeninga verður 80% af grunni inngreiðslna. Nú er miðað við 70%.
 • Sjóðurinn mun greiða sjúkradagpeninga í tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda barna. Nú eru greiddir þrír mánuðir í slíkum tilvikum.

Í nýju reglunum er bráðabirgðaákvæði sem tekur sérstaklega á stöðu sjóðfélaga sem hafa fengið umsóknir sínar um sjúkradagpeninga samþykktar á árinu og eru að þiggja slíkar greiðslur við gildistöku reglnanna.

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM væntir þess að framangreindar breytingar muni duga til að koma rekstri sjóðsins í jafnvægi. Engu að síður mun stjórnin fylgjast grannt með framvindu mála á næstunni og bregðast við ef sýnt þykir að gera verði frekari ráðstafanir til að tryggja reksturinn.

Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM má finna hér.

Síða 5 af 65« Fyrsta...34567...102030...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
 • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um