HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Aðalfundur KVH 2022

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn 23. mars sl. Jóngeir Hlinason var kosinn fundarstjóri og Björn Bjarnason var kosinn ritari.

Dagskrá fundarins var:

  • Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
  • Reikningar félagsins
  • Tillögur félagsstjórnar
  • Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalda
  • Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
  • Önnur mál

 

Aðalfundur samþykkti að félagsgjöld skyldu vera óbreytt 0,6% af heildarlaunum.  Sigríður Svavarsdóttir var kosin í embætti ritara og Ingólfur Sveinsson í embætti meðstjórnanda.  Stjórn KVH fram að næsta aðalfundi er því skipuð á eftirfarandi hátt:

  • Stefán Þór Björnsson, formaður
  • Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Sigríður Svavarsdóttir, ritari
  • Guðjón Hlynur Guðmundsson, meðstjórnandi
  • Ingólfur Sveinsson, meðstjórnandi

 

 

 

 

 

Nýr framkvæmdastjóri KVH

Oddgeir Ágúst Ottesen hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH). Hann er með doktorsgráðu í hagfræði frá University of California þar sem sérsvið hans var fjármálahagfræði og stærðfræðigreining.

Undanfarin átta ár hefur hann rekið ráðgjafafyrirtækið Integra og veitt þar ráðgjöf varðandi líkanagerð og áhættu- og lausafjárstýringu. Einnig veitti hann þar ráðgjöf um lífeyrismál fyrir stofnanir, fyrirtæki og hagsmunasamtök. Hann mat meðal annars virði bakábyrgðar ríkisins á skuldbindingum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) þegar lögum um sjóðinn var breytt árið 2016.

Áður starfaði Oddgeir sem aðalhagfræðingur hjá IFS greiningu, sem hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands og sem hagfræðingur og síðar forstöðumaður áhættugreiningardeildar lánasviðs Fjármálaeftirlitsins.

Oddgeir hefur einnig verið lektor við viðskiptadeild Háskóla Íslands og kennt þar áfanga í fjármálum og hagfræði.

 

Viðhorfskönnun BHM – áminning

Um þessar mundir er BHM að keyra viðhorfskönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga. Könnunin er mikilvægur liður í undirbúningi  fyrir kjarasamninga.

Við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt, það tekur aðeins nokkrar mínútur.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur