HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Orlofssjóður BHM

Til félagsmanna KVH í OBHM:

Tímasetningu á því hvenær opnar fyrir ný leigutímabil orlofshúsa hefur verið breytt. Áður opnaði alltaf fyrir ný leigutímabil kl. 09:00 en breyttur tími er nú 12:00. Þetta hefst strax þegar opnar næst eða þann 15. febrúar

Upplýsingar um opnanir fyrir árið 2019 má finna hér.

KVH vill minna á að Orlofssjóður BHM er á facebook, þangað eru settar auglýsingar um sumarhús sem losna með stuttum fyrirvara. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista á Bókunarvef sjóðsins.

Lífeyriskerfið 101 – Opinn morgunfundur BHM

Þriðjudaginn 27. nóvember nk. stendur BHM fyrir opnum morgunfundi þar sem fjallað verður um grunnþætti íslenska lífeyriskerfisins, það borið saman við lífeyriskerfi nágrannalandanna og vikið að mögulegri framtíðarþróun kerfisins.

Fundurinn fer fram á Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) milli kl. 9:00 til 10:30.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vef BHM. Skráningargjald er kr. 2.000 og greiðist með greiðslukorti við skráningu (debet- eða kreditkorti).

Dagskrá

 • 8:30 Húsið opnar, morgunkaffi
 • 9:00 Fundur settur
 • 9:05 Uppbygging íslenska lífeyriskerfisins – í stuttu máli
  • Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins – LSR.
 • 9:30 Lífeyriskerfið og erlendur samanburður
  • Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, og Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða
 • 9:55 Spáð í spilin – Rýnt í framtíð lífeyriskerfisins
  • Unnur Pétursdóttir, formaður FS og fulltrúi BHM í stjórn LSR
 • 10:20 Samantekt fundarstjóra
 • 10:30 Dagskrárlok

Fundarstjóri er Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs – stéttarfélags háskólamenntaðra

Síða 4 af 56« Fyrsta...23456...102030...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
 • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um