HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Kröfurnar eru skýrar

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær fimm aðildarfélög BHM sem undirrituðu kjarasamning við ríkið sl. mánudag. Að sögn formanns Sameykis stóðu aðildarfélög BSRB í þeirri trú að stéttarfélög opinberra starfsmanna ætluðu að fylgjast að hvað varðar útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í nýjum kjarasamningum. Með samningi BHM-félaganna fimm við ríkið hafi þessi samstaða verið rofin.

 

Vegna ummæla formanns Sameykis vilja átta aðildarfélög BHM, sem hafa haft samflot í yfirstandandi kjaraviðræðum, taka fram að þau telja hag sinna félagsmanna ekki borgið með því að skrifa undir samningstilboð ríkisins sem byggist á krónutöluhækkunum, felur í sér styttingu vinnuvikunnar (með sölu og takmörkunum á ýmsum gæðum) og umfangsmikla breytingu á yfirvinnutaxta.

 

Kröfur félaganna eru skýrar: Við viljum prósentuhækkanir sem skila auknum kaupmætti til félagsmanna á samningstímanum, styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir að meðtöldum hléum og að menntun sé metin til launa þannig að lágmarkslaun fyrir fyrstu háskólagráðu verði ekki lægri en 500.000 kr.

 

BHM-félögin átta eru:

Dýralæknafélag Íslands

Félag geislafræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga

Félagsráðgjafafélag Íslands

Iðjuþjálfafélag Íslands

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Sálfræðingafélag Íslands

Þroskaþjálfafélag Íslands.

Skráning á póstlista KVH

Félagsmenn KVH sem óska eftir því að skrá sig á póstlista KVH og fá nýjustu fréttir í tölvupósti mega endilega senda tölvupóst á steinar@bhm.is með upplýsingum um nafn og netfang.

 

 

Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og taka þær gildi 1. nóvember nk. Á undanförnum misserum hafa útgjöld sjóðsins vegna sjúkradagpeninga aukist verulega en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Þetta veldur því að eiginfjárstaða sjóðsins er lakari en æskilegt væri. Að mati stjórnar sjóðsins er nauðsynlegt að bregðast við þróuninni til að tryggja rekstur sjóðsins.

Helstu breytingar miðað við núgildandi reglur verða sem hér segir:

  • Hámarkstími sem sjóðfélagi getur fengið greidda sjúkradagpeninga verður fjórir mánuðir með möguleika á framlengingu um einn mánuð í undantekningartilvikum og við sérstakar aðstæður. Hámarkstíminn er nú níu mánuðir.
  • Upphæð sjúkradagpeninga verður 80% af grunni inngreiðslna. Nú er miðað við 70%.
  • Sjóðurinn mun greiða sjúkradagpeninga í tvo mánuði vegna alvarlegra veikinda barna. Nú eru greiddir þrír mánuðir í slíkum tilvikum.

Í nýju reglunum er bráðabirgðaákvæði sem tekur sérstaklega á stöðu sjóðfélaga sem hafa fengið umsóknir sínar um sjúkradagpeninga samþykktar á árinu og eru að þiggja slíkar greiðslur við gildistöku reglnanna.

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM væntir þess að framangreindar breytingar muni duga til að koma rekstri sjóðsins í jafnvægi. Engu að síður mun stjórnin fylgjast grannt með framvindu mála á næstunni og bregðast við ef sýnt þykir að gera verði frekari ráðstafanir til að tryggja reksturinn.

Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM má finna hér.

Kulnun og bjargráð kvenna – auka fyrirlestur

21.október 2019

  • Staðsetning: BHM – Borgartún 6
  • Tími: 14:00 – 16:00
  • Skráningartímabil: Opið

Vegna mikillar eftirspurnar mun Sirrý Arnardóttir endurflytja síðdegisfyrirlestur á vegum BHM um viðtalsbók sína Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný næstkomandi mánudag, 21. október. Í bókinni ræðir Sirrý við konur sem hafa kiknað undan álagi – „klesst á vegg“ – en náð bata aftur. Meðal annars spyr hún hvað hafi valdið þessu og hvað hafi orðið konunum helst til bjargar og gert þeim kleift að fá aftur starfsorkuna og lífsgleðina. Í fyrirlestri sínum mun Sirrý ræða efni bókarinnar, lesa upp valda hluta úr henni og síðan leiða almennar umræður um kulnun, örmögnun, álag, samanburð, sítengingu, vinnutíma og bjargráð kvenna.

Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum BHM, Borgartúni 6 í Reykjavík (4. hæð) milli kl. 14:00 og 16:00.

Vinsamlegast athugið að sætafjöldi er takmarkaður og skrá þarf mætingu fyrirfram hér að neðan.Opið er fyrir skráningu. 

Athugið einnig að fyrirlestrinum verður streymt á streymissíðu BHM (smellið hér).

Skráning á viðburðinn má finna hér.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur