HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Skrifstofa KVH lokuð 11. og 12. júlí

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa KVH lokuð mánudaginn 11. júlí og þriðjudaginn 12. júlí.  Erindum sem berast í netpósti til KVH verður svarað að þeim tíma liðnum.

Stofnanasamningar og staðlað form þeirra

Í samræmi við ákvæði nýrrar greinar í kjarasamningi KVH og ríkisins, hafa aðilar gengið sameiginlega frá „stöðluðu formi stofnanasamnings“, sem hægt er að vísa í og nota  í þeim tilvikum sem einn eða mjög fáir félagsmenn KVH starfa á stofnun. Tilgangurinn er einkum sá að auðvelda stofnunum og félagsmönnum KVH að semja um ráðningarkjör með vísan í fyrirmynd eða staðlað form stofnanasamnings.

Þetta form eða fyrirmynd breytir þó ekki því að stéttarfélagið KVH eða ríkisstofnun geta engu að síður farið fram á að gerður verði formlegur stofnanasamningur við viðkomandi stofnun, þar sem mjög fáir starfsmenn starfa, ef ekki hefur náðst viðunandi niðurstaða um launakjör.

Aðilar hafa einnig gengið sameiginlega frá leiðbeiningum er skýra nánar hvernig nota skuli formið.  Að auki fylgir með svonefnt launablað, sem nota má til staðfestingar launaröðunar og samsetningar heildarlauna, og þegar launabreytingar verða, svo auðveldara reynist fyrir báða aðila að staðfesta launaþróun viðkomandi starfsmanns.

Fyrrgreind gögn um staðlað form, leiðbeiningar og launablað má finna á vefsíðu KVH, undir Kaup og kjör; Stofnanasamningar.

KVH er jafnt og þétt að vinna við endurskoðun stofnanasamninga og ávallt eru viðræður í gangi við nokkra aðila, enda margir samningar komnir til ára sinna.  Að loknum sumarleyfum má búast við að KVH hefji viðræður við fleiri stofnanir, líklega fyrst þær fjölmennustu, um endurnýjun stofnanasamninga, en stefnt er að því að ljúka endurnýjun samninga svo fljótt sem auðið er.

Styrkir til félagsmanna KVH úr sjóðum BHM

Félagsmenn KVH eiga möguleika á að sækja um styrki í sameiginlega sjóði BHM sem vinnuveitendur greiða í samkvæmt kjarasamningum. Á árinu 2015 voru umsóknir og úthlutanir til félagsmanna KVH með þessum hætti:

Úr Styrktarsjóði BHM voru samþykktar 952 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 30,9 milljónir.  Það var um 9,2% af heildarúthlutun sjóðsins.

Úr Sjúkrasjóði BHM  voru samþykktar 535 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 21,1 milljónir.  Það var um 14,5% af heildarúthlutun sjóðsins.

Úr Starfsmenntunarsjóði BHM voru samþykktar 187 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 14,2 milljónir. Það var um 9,5% af heildarúthlutun sjóðsins.

Úr Starfsþróunarsetri háskólamanna voru samþykktar 93 umsóknir frá félagsmönnum KVH og greiddar samtals kr. 14,2 milljónir. Það var um 7,4% af heildarúthlutun setursins.

Orlofssjóður BHM úthlutaði orlofshúsum/Íbúðum til 239 félagsmanna KVH, 240 nýttu sér flugmiða og nokkrir tugir félagsmanna nýttu sér hótelmiða og ávísanir. Alls voru úthlutanir Orlofssjóðs BHM til félagsmanna KVH 597 talsins.

Þá var einnig úthlutað í febrúar 2016 úr Vísindasjóði KVH, vegna ársins 2015,  um kr. 28,6 milljónum til 323 félagsmanna, en sjóðfélagar eru aðallega þeir félagsmenn KVH sem starfa hjá sveitarfélögunum  í landinu.

Atvinnuleysi í apríl

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi í apríl s.l. 4,9% á landinu öllu. Þessi niðurstaða byggir á úrtaksrannsókn 1.214 einstaklinga á aldrinum 16-74 ára.

Hins vegar mælist skráð atvinnuleysi 2,5% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, sem byggir á skráningum atvinnuleitenda. Fjöldi atvinnulausra á skrá var alls 4.601, en þar af voru háskólamennaðir 1.176.  Af þeim voru viðskiptafræðingar alls 137 og hafði þeim fækkað um 37% frá sama tíma árið áður.

Síða 30 af 68« Fyrsta...1020...2829303132...405060...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um