HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Ómissandi en samningslaus í skugga kórónaveirunnar!

Yfirlýsing frá ellefu aðildarfélögum BHM

Ellefu aðildarfélög BHM hafa sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:

Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðis-starfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar (COVID-19) að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Þessum tilmælum er m.a. beint til margra félagsmanna eftirtalinna ellefu aðildarfélaga BHM sem starfa innan heilbrigðiskerfisins og á öðrum mikilvægum stofnunum ríkisins.

Að mati félaganna sýna tilmælin glögglega hve mikilvægir umræddir starfsmenn eru íslensku samfélagi. Það skýtur því skökku við að nú er næstum liðið heilt ár frá því að kjarasamningar félaganna við ríkið losnuðu og enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár.

Félögin ellefu furða sig á því hve lítinn samningsvilja ríkisvaldið hefur sýnt í viðræðunum til þessa. Þau krefjast þess að fá raunverulegt samtal við viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra.

BHM-félögin ellefu eru:

Dýralæknafélag Íslands

Félag geislafræðinga

Félag íslenskra hljómlistarmanna

Félag íslenskra náttúrufræðinga

Félag lífeindafræðinga

Félagsráðgjafafélag Íslands

Iðjuþjálfafélag Íslands

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Ljósmæðrafélag Íslands

Sálfræðingafélag Íslands

Þroskaþjálfafélag Íslands

Áríðandi frétt til félagsmanna KVH sem fengu greitt úr Vísindasjóð KVH fyrir árið 2019

Vegna bilunar í kerfi félagsins fóru rangar upplýsingar inn til Skattsins. Ef þú fékkst greitt úr Vísindasjóð KVH fyrir árið 2019 og þú opnaðir framtalið í gær, sunnudaginn 1. mars, þá biðjum við þig að hafa sérstaklega samband við okkur. Þar sem greiðslan úr Vísindasjóð KVH virðist ekki hafa farið inn á framtalið fyrir árið 2019 þarf að færa hana handvirkt inn í lið 2.3. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Kennitala Vísindasjóðs KVH er 650291-2129

Ef einhverjar frekari upplýsingar eða aðstoð vantar ekki hika við að hafa samband í síma 595-5140 eða senda tölvupóst á kvh@bhm.is

Auglýst eftir framboðum til setu í stjórnum og nefndum BHM

Framboðsnefnd BHM auglýsir eftir félagsmönnum aðildarfélaga sem hafa áhuga á að sitja í stjórnum og nefndum bandalagsins (sjá nánar upptalningu hér að neðan). Áhugasömum er bent á að hafa samband við sitt félag fyrir 15. febrúar nk. Félögin munu svo sjá um að koma upplýsingum um frambjóðendur til framboðsnefndar BHM.

Kosið verður í fjölmargar ábyrgðarstöður innan bandalagsins á aðalfundi þess sem haldinn verður 27. maí nk. Varaformaður BHM verður kjörinn í rafrænni kosningu af aðalfundarfulltrúum eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund, samkvæmt ákvæði í lögum bandalagsins sem samþykkt var á framahaldsaðalfundi sl. sumar.

Á aðalfundinum verður kjörið í eftirtaldar stöður:

Stjórn BHM: Þrír aðalmenn í stjórn BHM til tveggja ára.
Varamaður stjórn BHM: Tveir varamenn í stjórn BHM til eins árs.
Skoðunarmenn reikninga: Tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.
Framboðsnefnd: Fimm nefndarmenn og tveir til vara.
Kjörstjórn: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
Kjara- og réttindanefnd: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
Jafnréttisnefnd: Tveir nefndarmenn og tveir til vara.
Lagabreytinganefnd: Fimm nefndarmenn.
Stjórn Orlofssjóðs: Tveir nefndarmenn til tveggja ára.
Stjórn Sjúkrasjóðs: Tveir nefndarmenn til tveggja ára.
Stjórn Starfsmenntunarsjóðs: Einn nefndarmaður til tveggja ára.

Síða 3 af 6812345...102030...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um