HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Niðurstaða atkvæðagreiðslu v/samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila við RARIK

Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamning Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við RARIK var undirritaður miðvikudaginn 10. júní 2020.

Samningurinn var kynntur félagsmönnum og í kjölfarið fór fram rafræn atkvæðagreiðsla sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.

Nýr kjarasamningur gildir frá 1. janúar 2019 til 31. október 2022.

Úrval gistimiða á fleiri hótelum

Orlofssjóður BHM býður sjóðfélögum upp á úrval gistimiða á sérstökum kjörum. Öll sala á gistimiðum fer fram á orlofsvefnum (bhm.fritimi.is), með því að smella á Kort og gjafabréf.

Hver einstaklingur getur keypt fimm miða og hefst sala á þeim fimmtudaginn 11. júní kl. 12:00 á hádegi. Boðið verður upp á 1000 miða í hverjum miðaflokki.

Gistimiðanir sem eru í boði eru eftirfarandi:

Hotel

Sjóðfélagar eru hvattir til þess að lesa upplýsingar um gistimiðana vel og vandlega áður en þeir kaupa miðana en mismunandi skilmálar eru á milli hótela. Aður en sjóðfélagi kaupir hótelmiða er gott að athuga hvort hótelið bjóði upp á betri verð á vefsíðu sinni. Þá eru sum tilboð háð bókunarstöðu á hóteli og því er gott að heyra í viðkomandi hóteli áður en miði er keyptur.

Ekki er hægt að bóka í gegnum heimasíðu hótelana eða í öðrum veflausnum. Til þess að bóka gistingu þarf að senda póst á hótelin eða hringja á staðinn. Taka þarf fram að gisting sé greidd með gistimiða frá Orlofssjóði BHM.

Athugið að kvittun við miðakaup gilda sem gistimiði. Ekki þarf að sækja gistimiða til BHM

Að halda dampi við álag og óvissu

Mikið hefur mætt á landsmönnum þetta árið vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Margir félagsmanna aðildarfélaga BHM hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleið. Aðrir eru í störfum þar sem álag er mikið og langvarandi vegna ástandsins, annaðhvort í vinnu eða heima fyrir.

BHM vill leggja sitt af mörkum til þess að létta sínum félagsmönnum róðurinn og býður því upp á rafræna fræðslu sem er í senn praktísk og hvetjandi.

Rafræna fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu, aðeins þarf að skrá sig til að fá aðgang að öllu efninu. Því er skipt í tvennt til að koma sérstaklega til móts við hvorn hópinn fyrir sig, en þeir sem skrá sig hafa samt sem áður aðgang að öllu.

Smelltu hér til að skrá þig. 

Meðal fyrirlestra eru:

  • Streita í skugga faraldar – Þóra Sigfríður Einarsdóttir
  • Réttindi starfsmanns við uppsögn – Andri Valur Ívarsson
  • Betri svefn, grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu – Erla Björnsdóttir
  • Í leit að starfi – Geirlaug Jóhannsdóttir
  • Fjármál við atvinnumissi – Sara Jasonardóttir
  • Listin að breyta hverju sem er – Ingrid Kuhlman
  • Atvinnuleysistryggingar – Gísli Davíð Karlsson

Aðalfundur KVH var haldinn miðvikudaginn 3. júní

Aðalfundur KVH var haldinn þann 3. júní s.l., eftirfarandi skipa nýja stjórn KVH:

  • Ársæll Baldursson, formaður
  • Sæmundur Á. Hermannsson, varaformaður/ritari
  • Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Stefán Þór Björnsson, meðstjórnandi
  • Ásta Leonhardsdóttir, meðstjórnandi

 

Varastjórn skipa:

  • Björn Bjarnason
  • Irina S. Ogurtsova
  • Tjörvi Guðjónsson
Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur