HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


BHM semur við Tækninám.is – félagsmönnum aðildarfélaga BHM bjóðast yfir 30 rafræn námskeið út árið 2021

Það er óhætt að segja að mikil umbylting hafi átt sér stað í notkun stafrænnar tækni á síðasta ári. Vegna Covid-19 þurftu margir félagsmenn aðildarfélaga BHM að aðlagast hratt að breyttum vinnuaðstæðum. Margir hafa þurft að læra á eitt eða fleiri fjarfundakerfi, á ný verkefnastjórnunarforrit, læra um stafrænt öryggi við heimavinnu og svo mætti lengi telja.

Nú eru flestir sammála um að fjarvinna sé komin til að vera að einhverju leyti, en það tekur tíma að venjast og læra til fulls á nýja tækni.

Það er því mikið gleðiefni að BHM gerði samning í desember síðastliðnum við fræðslufyrirtækið Tækninám.is um aðgang að öllu þeirra námsefni fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM út árið 2021.

Um er að ræða yfir 30 námskeið sem snúa flest að tæknilegum málum eða hvernig hægt er að nýta tæknina við verkefnastjórnun, samstarf og fleira.

Það er von okkar hjá BHM að félagsmenn nýti sér þessi námskeið og styrki sig um leið á vinnumarkaði. Nú stendur yfir vinna við að setja upp öll námskeiðin lokaðri fræðslusíðu BHM hér: Fræðsla fyrir félagsmenn.

Vinsamlegast athugið að innskráningin er ekki tengd Mínum síðum, því þurfa félagsmenn að nýskrá sig hér, hafi þeir ekki stofnað aðgang áður. 

 Eftirfarandi námskeið eru nú aðgengileg á síðunni:

  • Excel í hnotskurn
    Grunnnámskeið í Excel þar sem farið er yfir fjölbreytta notkunarmöguleika forritsins.
  • Excel Online
    Excel Online er ekki eins og Excel forritið sem þú notar í tölvunni. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig Excel Online virkar og hver munurinn er.
  • Excel Pivot töflur
    Námskeið í notkun Pivot taflna í Excel. Þetta er framhaldsnámskeið og gert ráð fyrir að fólk hafi ágætis þekkingu á Excel.
  • Fjarvinna með Microsoft Office 365
    Grunnkennsla á helstu forrit Office 365 pakkans.
  • Teams í hnotskurn
    Grunnnámskeið í notkun Teams forritsins, á því er m.a. farið yfir hvernig á að búa til teymi, halda fundi, deila skjölum, spjalla og margt fleira.

Á næstu dögum og vikum munu svo bætast við fleiri námskeið, m.a. um öryggisvitund, Word, PowerPoint, WorkPlace á Facebook, Yammer, Sway, Jira, verkefnastjórnun í SharePoint og fleira.

Sjálfsmatspróf í stafrænni hæfni

Þess má geta að Evrópuþingið hefur útnefnd stafræna hæfni sem eitt af átta mikilvægustu þáttum símenntunar fólks á vinnumarkaði nú og til framtíðar. Ef þú vilt vita hvar þú stendur geturðu smellt hér til að taka sjálfsmatspróf í stafrænni hæfni á íslensku, sem unnið var út frá viðmiðum Evrópuþingsins.

Stafræna hæfnihjólið var búið til af Center for digital dannelse og er fjármagnað af DIGCOMP, rannsóknarverkefni hjá Evrópusambandinu, sem sett var á fót í kjölfar þess að Evrópuþingið útnefndi stafræna hæfni sem eitt af átta kjarnahæfnisviðum símenntunar. VR tók að sér að að láta þýða og staðfæra stafræna hæfnihjólið fyrir íslenskan vinnumarkað.

Sala á ferðaávísunum er hafin inn á orlofsvef OBHM

  • Fram til þessa hefur sjóðfélögum staðið til boða að kaupa hótelmiða sem gefnir eru út af hótelum og gistiheimilum. Þetta heyrir nú sögunni til því ferðaávísunin er rafræn og hægt er að kaupa hana í gegnum orlofsvef OBHM.
  • Sjóðfélagi ræður fyrir hversu háa upphæð hann kaupir en ferðaávísunin mun gilda á yfir 50 íslenskum hótelum og gistiheimilum. Til að innleysa ávísunina þarf sjóðfélagi einungis að mæta á hótelið þar sem hann hyggst nýta ferðaávísunina og gefa upp kennitölu sína.
  • Ef handhafi ferðaávísunar vill breyta ferðaáformum sínum, eða ef hótelið er fullbókað þá nótt sem hann hyggst gista, getur hann fyrirhafnarlaust notað ávísunina hjá öðru hóteli.
  • Sjóðfélagar munu geta skoðað þau tilboð sem hótel og gistiheimili gera þeim hverju sinni á orlofsvef BHM.
  • Hægt verður að nota ferðaávísunina til þess að greiða fyrir alla þjónustu á hóteli.
  • Orlofssjóður BHM gerir þá kröfu til hótelanna að betri tilboð fyrir sömu vöru sé ekki að finna annars staðar og að hótelin bjóði sjóðfélögum sín bestu kjör.

Niðurgreiðsla

  • Orlofssjóður BHM niðurgreiðir ferðaávísanir um 35% eða að hámarki 7.000 kr. á almanaksári.
  • Þannig er niðurgreiðsla af 20.000 kr. ferðaávísun 7.000 kr. en hægt er að kaupa ferðaávísanir fyrir hærri upphæðir án þess að niðurgreiðslu njóti við.
  • Eins er hægt að kaupa ferðaávísanir fyrir lægri fjárhæðir og í mörgum atrennum en 35% niðurgreiðsla reiknast þá á hver kaup þar til 7.000 kr. hámarki er náð.

Punktafrádráttur

  • Greiddur er 1 punktur fyrir hverjar 1.000 kr. af niðurgreiðslu.

Á árinu 2021 verða niðurgreiddar ferðaávísanir seldar í takmörkuðu upplagi. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að óháð því hvort ferðaávísun er niðurgreidd eða ekki þá er um að ræða inneign á hótelum á mjög góðum kjörum.

Póstlisti Orlofsssjóðs BHM

Vakin er athygli á póstlista Orlofssjóðs BHM. Með því að smella HÉR þá getur þú skráð þig á póstlistann þar sem sendar eru allar upplýsingar sem viðkoma starfsemi hans, t.d. upplýsingar um opnanir nýrra leigutímabila orlofshúsa, úthlutanir orlofshúsa á sumrin o.s.frv.

BHM gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samráðsleysi

BHM gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að hafa ekki haft samráð við bandalagið og aðildarfélög þess við breytingar á launasamningum við starfsmenn borgarinnar. Bandalagið krefst þess að breytingarnar verði dregnar til baka. 

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem starfa hjá Reykjavíkurborg og hafa samið um föst laun var nýlega tilkynnt að launafyrirkomulagi þeirra yrði breytt. Fastlaunasamningar yrðu færðir yfir í annað form á grundvelli reglna sem tóku gildi um síðustu áramót og byggja á ákvæði í kjarsamningum BHM-félaganna og Reykjavíkurborgar.

Í bréfi sem formaður BHM hefur sent borgarstjóra kemur fram að samkvæmt bókun í kjarasamningum sé  borgaryfirvöldum skylt að hafa samráð við BHM-félögin um beitingu þessa ákvæðis. Þetta hafi ekki verið gert og er það gagnrýnt í bréfinu. Einnig kemur fram að BHM og aðildarfélögin geri ýmsar athugasemdir við fyrrnefndar reglur og telji að í þeim sé gengið lengra en kjarasamningar heimila.

Í niðurlagi bréfsins segir orðrétt:

Fyrir hönd aðildarfélaga BHM er gerð krafa um að færsla fastlaunasamninga félagsmanna hjá Reykjavíkurborg yfir í önnur laun verði dregin til baka og staðið að málum í samræmi við ákvæði kjarasamninga, þ.e. með kynningu og samtali í samstarfsnefndir aðila. 

Bréf formanns BHM til borgarstjóra

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur