HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Fulltrúar KVH í stjórn og nefndum BHM

Á aðalfundi BHM 19. maí s.l. var kosið í þau sæti sem laus voru í stjórn BHM, ráðum og nefndum bandalagsins.  Nú eru eftirtaldir félagar KVH í þessum nefndum:

Stjórn BHM: Guðfinnur Þór Newman

Skoðunarmaður reikninga BHM: Gunnar Gunnarsson

Stýrihópur um fag- og kynningarmál: Ragnheiður Ragnarsdóttir

Sjúkrasjóður BHM: Hjálmar Kjartansson

Starfsmenntunarsjóður BHM: Halla Sigrún Sigurðardóttir

Orlofssjóður BHM: Gunnar Gunnarsson

Kynningarfundir um lífeyrismál fyrir sjóðfélaga LSR

Kynningarfundir um lífeyrismál fyrir sjóðfélaga

Árlega eru haldnir kynningarfundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga í  A- og B-deild LSR. Sjóðfélagar skrá sig fyrirfram á fundina. LSR mun halda kynningarfundi fyrir sjóðfélaga sem vilja fræðast um lífeyrismál; um uppbyggingu réttindakerfisins iðgjaldaskil, lífeyristökualdur og áætlaðar lífeyrisgreiðslur.

 • Hægt er að velja um tvær dagsetningar; miðvikudaginn 18. maí eða fimmtudaginn 19. maí. Fundir eru haldnir bæði að morgni til eða síðdegis: 8:30 – 10:00 eða 16:30 – 18:00.
 • Fundirnir eru haldnir í húsnæði LSR að Engjateigi 11 og bjóðum við upp á veitingar.
 • Nauðsynlegt er að skrá mætingu með því að hringja í síma 510-6100 eða senda tölvupóst á netfangið lsr@lsr.is og tilgreina nafn, kennitölu og val á tímasetningu.

 

Síða 20 af 57« Fyrsta...10...1819202122...304050...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
 • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um