HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


8848 ástæður til þess að gefast upp

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á hvetjandi fyrirlestur með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í streymi.

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á hvetjandi fyrirlestur með Vilborgu Örnu Gissurardóttur í streymi. Nú er um að gera að halda í jákvæðnina og horfa fram á við þrátt fyrir Covid-19, samkomubann og sóttkví.

Vilborg Arna ætlar að flytja fyrirlesturinn „8848 ástæður til þess að gefast upp“ í streymi á netinu frá sal BHM í Borgartúninu kl. 09:30 þriðjudaginn 17. mars 2020.

Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt að yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.

Athugið að vegna Covid-19 faraldursins verður ekki hægt að koma og hlýða á fyrirlesturinn. Hann verður aðeins í streymi á streymissíðu BHM .

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn.  

Ráðstafanir gerðar til að tryggja órofinn rekstur KVH og öryggi starfsmanna

Vegna Covid-19 faraldursins hefur KVH gripið til ráðstafana til að tryggja órofinn rekstur félagsins og stuðla að öryggi starfsmanna. Þær byggja á viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið fyrir vinnustaðinn.

Þessar ráðstafanir felast einkum í því að takmarka bein samskipti annars vegar milli starfsmanna og hins vegar milli þeirra og utanaðkomandi aðila. Sem dæmi má nefna að frá og með mánudeginum 16. mars munu starfsmenn KVH ekki funda með utanaðkomandi aðilum í starfsstöðvum félagsins að Borgartúni 6. Þá munu starfsmenn ekki sækja fundi utanhúss nema í algjörum undantekningartilvikum. Leitast verður við að nota fjarfundabúnað til samskipta við utanaðkomandi aðila eftir því sem kostur er. Enn fremur verður dregið úr viðveru starfsmanna á vinnustað til að lágmarka hættu á að mögulegt smit berist milli þeirra.

Þessar ráðstafanir verða endurskoðaðar eftir þörfum og aðstæðum.

AÐALFUNDI KVH FRESTAÐ VEGNA SAMKOMUBANNS

Aðalfundi KVH sem halda átti 25. mars nk. er frestað vegna neyðarstigs Almannavarna og samkomubanns heilbrigðisráðherra næstu vikurnar. Boðað verður til nýs fundar með hæfilegum fyrirvara um leið og aðstæður breytast.

Staða kjarasamningsviðræðna

Kjarasamningar við ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög hafa verið lausir frá 31.mars 2019 en sá dráttur sem orðið hefur á nýjum kjarasamningum er með öllu óásættanlegur.

 

Kjarasamningsviðræður gagnvart Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa raunverulega verið í biðstöðu vegna kjaraviðræðna við ríkið. Sú biðstaða er ekki að ósk KVH heldur viðsemjenda okkar.

KVH er í samfloti 11 aðildarfélaga innan BHM í kjaraviðræðum við ríkið en fjögurra manna viðræðunefnd leiðir viðræðurnrar. Fulltrúi KVH er í viðræðunefndinni og samninganefnd KVH er upplýst eftir hvern einasta fund um stöðu allra mála sem til umræðu eru.

Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fundað um 50 sinnum með samninganefnd ríkisins (SNR) hefur lítið þokað áfram. Margir þættir hafa áhrif á stöðu mála eins og lífskjarasamningurinn svokallaði sem inniber lágar krónutöluhækkanir. Það eitt og sér hefur haft mestu áhrifin á hversu lengi ferlið hefur staðið yfir sem telst sérstakt í ljósi þess að við vorum aldrei kölluð að borðinu þegar samkomulag á almennum vinnumarkaði var gert. Annað sem skiptir líka verulegu máli er að í upphafi kjaraviðræðna kom í ljós að fulltrúar vinnuveitenda á opinberum markaði komu mjög illa undirbúnir til viðræðna. Og í tilviki SNR hafa fulltrúar þeirra ítrekað fund eftir fund komið óundirbúin án þess að hafa unnið sína heimavinnu sem eru vinnubrögð án fordæma. T.a.m. þurfti nokkurra mánaða umræðu um vinnutímastyttinguna til þess að koma því verkefni af stað því upphaflegar hugmyndir viðsemjenda okkar var að geyma allar útfærslur þar til á seinni hluta kjarasamningstímabilsins. Jafnframt hefur viðræðunefnd BHM- 11 átt fullt í fangi með að verjast einbeittum vilja viðsemjenda við að skerða áður áunnin réttinda okkar félagsmanna.

Það sem hefur þó áunnist er samkomulag um útfærslu vinnutíma í dagvinnu sem er jákvætt. Launaliðurinn er hins vegar ókláraður enda hafa félagsmenn okkar hafnað því að gengið verði að kjarasamning þar sem ekki hægt er að tryggja kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu.

 

Staðan er mjög flókin en viðræðunefnd BHM-11 hefur margítrekað óskað eftir að gerður verði skammtímasamningur á meðan unnið er að útfærslu mála auk þess sem við teljum stuttan samning skynsamlega í ljósi núverandi óvissu í efnahagsumhverfinu.

Síða 2 af 6812345...102030...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um