HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Námskeiðið Markvissari fundir verður haldið af BHM í næstu viku

Meðfylgjandi eru upplýsingar um námskeiðið Markvissari fundir sem haldið verður í næstu viku ásamt dagskrá þess sem fram undan er.

 

Skrá mig á námskeiðið Markvissari fundir

 

Markvissari fundir

Þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00

Fundir geta verið frábær tæki til að stýra fyrirtækjum, deildum eða einstökum verkefnum. Á námskeiðinu verður farið yfir þá lykla sem hjálpa þér að gera fundina sem þú stýrir markvissa og skilvirka.

 

Kennari er Gunnar Jónatansson. Gunnar er framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi . Hann er með próf í verkefnastjórnun frá HÍ og markþjálfun frá Evolvia og IBT Learning & Development.

 

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00-14:00 á Teams.

Skráning fer fram í viðburðadagatali á bhm.is. Smelltu á þennan hlekk til þess að skrá þig á viðburðinn.

Námskeið þetta og öll námskeið sem BHM býður upp á stendur félagsmönnum allra aðildarfélaga BHM til boða þeim að kostnaðarlausu.

 

Næstu námskeið og örfyrirlestraröð BHM

 

Launaviðtalið – þriðjudaginn 4.maí kl. 13:00-15:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Góður undirbúningur og færni í samningatækni er lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kennari er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi. Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið. Athugið að námskeiðið verður ekki aðgengilegt á fræðslusíðu BHM í kjölfarið, en þeir sem skrá sig en komast ekki á námskeiðið verður gert kleift að horfa á það í viku í kjölfarið.

 

Sáttamiðlun á vinnustöðum – fimmtudaginn 6. maí kl. 9:00-12:00 með fjarfundabúnaði á Teams.. Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverk sáttamiðlara. Kennari er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

 

Stjórnun á umrótartímum – þriðjudaginn 18. maí kl. 13:00-14:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Óvissa er fylgifiskur margra breytinga en það eru stjórnunaraðferðir sem hafa mikil áhrif, eins og að hafa samráð um breytingar og kynna þær vel. Kennari er Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

 

Réttindi félagsmanna á vinnumarkaði – örfyrirlestrarröð 10.-13. maí kl. 11:00 á Zoom.

Verður auglýst nánar síðar í tölvupósti, á heimasíðu BHM og Facebook.

 

  • Einelti á vinnustað – Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir hvernig einelti lýsir sér, skyldur atvinnurekenda og hvað er til ráða.
  • Fjarvinna – Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, fer yfir niðurstöður könnunar meðal félagsmanna BHM um fjarvinnu og hvað er framundan.
  • Uppsagnir og áminningar – Karen Ósk Pétursdóttir, kjara- og réttindasérfræðingur BHM fer yfir réttindi og skyldur
  • Áreitni á vinnustað – Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir hvernig kynferðisleg áreitni lýsir sér, skyldur atvinnurekenda og hvað er til ráða

Mörg námskeið í boði inni á bhm.is

Við minnum á fjölda námskeiða sem eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu inni á bhm.is. Smelltu hér til að skrá þig inn á lokaða svæðið með námskeiðunum.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um námskeið:

  • LEAN námskeið – tilvalið ef þú þarft að draga úr áreiti og skipuleggja vinnudaginn þinn betur.
  • PowerPoint í hnotskurn – grunnnámskeið í gerð glærukynninga þar sem kennt er á myndir, myndbönd, hreyfingar, hljóð og margt fleira.
  • Microsoft To Do – Ert þú í því að gera lista? Nýttu þér To Do og láttu listann tala við önnur forrit svo allt virki vel saman.
  • Planner í hnotskurn – Námskeið um hvernig má nýta forritið við verkefnastjórnun, úthluta verkefnum, bæta við skrám og fylgjast með framvindu verkefna.
  • Workplace hjá Facebook – Námskeið fyrir notendur Workplace frá Facebook sem vilja læra betur á hinar ýmsu stillingar og notkunarmöguleika.

 

Ef þú ert ekki búin(n) að stofna aðgang að lokaða svæðinu, þá gerir þú það hér: Nýskráning

Ef þú hefur stofnað aðganga, þá þarftu aðeins að smella hér til að skrá þig inn á lokaða svæðið með námskeiðunum.

Aðalfundur KVH var haldinn fimmtudaginn 25. mars

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn 25. mars sl. Í fyrsta skipti í sögu félagsins var fundurinn haldinn rafrænn, en það er ánægjulegt að greina frá því að 85 félagsmenn KVH tóku þátt í fundinum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins, samþykkt reikninga og fjárhagsáætlunar, fór fram kosning í embætti.

Eftirfarandi skipa nýja stjórn KVH:

  • Stefán Þór Björnsson, formaður
  • Ásta Leonhardsdóttir, varaformaður/ritari
  • Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Guðjón Hlynur Guðmundsson, meðstjórnandi
  • Heiðrún Sigurðardóttir, meðstjórnandi

 

Varastjórn skipa:

  • Björn Bjarnason
  • Irina S. Ogurtsova
  • Karl Einarsson

Starfslokanámskeið – upptaka nú aðgengileg

Upptaka af Starfslokanámskeiðinu sem haldið var fimmtudaginn 25. mars er nú aðgengileg á fræðslusíðu BHM.

Hægt verður að horfa á námskeiðið til og með 3. apríl.

 

Kennari var Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá  Íslandsbanka.

 

Fjármál geta flækst til muna þegar taka lífeyris hefst.

Á námskeiðinu er farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar starfslok eru undirbúin, s.s.:

  • Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
  • Hvenær á ég að hefja töku lífeyris?
  • Hvernig virka hálfur lífeyrir og skipting lífeyris með maka?
  • Hvað ef mig langar að halda áfram að vinna eftir 65/67 ára aldur?
  • Hvernig ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn?
  • Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið?
  • Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?

Smellið hér til að skrá ykkur inn á fræðslusíðuna:

https://www.bhm.is/fyrir-felagsmenn-innskraning

 

Fræðslusíðan er lokað svæði sem er eingöngu fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Námskeiðin þar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu en stofna þarf sérstakan aðgang til að fá aðgang að svæðinu. Hafir þú ekki stofnað aðgang nú þegar, getur þú gert það hér:  https://www.bhm.is/audkenning/Signup/

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur