HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Stofnanasamningur undirritaður við Skattinn

Þann 1. október 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Skattsins. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.10.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengil á samninginn má finna hér.

KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.

Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi

Fyrirlestur/Námskeið

Rekstur smáfyrirtækja og frumkvöðlastarfsemi

Guðrún Björg Bragadóttir frá KPMG

7.október 2021

  • Staðsetning: Teams viðburður
  • Tími: 13:00 – 14:00
  • Skráningartímabil: Opið

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag.

Meðal þess sem hún fara yfir er:

  • Munurinn á sjálfstætt starfandi og launþega
  • Reiknað endurgjald
  • Skil opinbera gjalda
  • Skil launatengdra gagna
  • Lífeyrissjóður og heimildir til að greiða umfram hlutfall af reiknuðu endurgjaldi
  • Stéttarfélög og sjóðir

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.

Fjölmenning á vinnustað

Fyrirlestur/Námskeið

Fjölmenning á vinnustað

Fyrirlesari er Ingrid Kuhlman

5.október 2021

  • Staðsetning: Teams viðburður
  • Tími: 13:00 – 16:00
  • Skráningartímabil: 28.september – 28.september 2021

Samskipti – hindranir eða tækifæri til að læra eitthvað nýtt?

Þetta er námskeið fyrir þau sem vilja bæta samskiptin og öðlast betra sjálfsöryggi á fjölmenningarlegum vinnustað.

Samskipti geta verið flókin í amstri dagana. Þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna, menntunar og viðhorfa þá vandast oft málið. Á Íslandi eru töluð u.þ.b. 65 tungumál og samfélag okkar hefur tekið algjörum stakkaskiptum.

Íslendingar hafa hingað til átt gott með að hafa samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni flytur hingað, tímabundið eða til frambúðar, þá verða líka árekstrar og ýmsir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið.

Hámarksfjöldi á námskeiðið eru 25 manns, skráning hefst 28. september kl. 12:00 – þá birtist skráningarform hér fyrir neðan. Upptaka af námskeiðinu verður gerð aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.

Ingrid Kuhlman er þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.

BHM stendur fyrir öflugri fræðsludagskrá


Námskeið eru kynnt á haustin og í janúar á ári hverju, en í ár standa félagsmönnum að auki til boða þrjátíu rafræn námskeið frá Tækninám.is sem hægt er að nýta sér út desember mánuð.
Nánari upplýsingar má finna hér.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur