Stofnanasamningar

Stofnanasamningar

Kjarasamningar við ríkið eru tvískiptir. Annars vegar eru gerðir miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur, miðlægar hækkanir o.s.frv. og hins vegar stofnanasamningar.

Stofnanasamningur er samningur milli  stéttarfélags og  stofnunar og telst hluti af kjarasamningi. Í stofnanasamningi er m.a. að finna röðun starfa í launaflokk og mat á persónubundnum og tímabundnum þáttum til launa. Með persónubundnum þáttum er átt við þætti sem gera menn hæfari í starfi, t.d. viðbótarmenntun sem nýtist í starfi og starfsreynsla. Með tímabundnum þáttum er t.d. átt við viðbótarábyrgð og/eða álag vegna sérstakra verkefna, hæfni, árangurs og/eða frammistöðu.

  • BHM og ríkið hafa sameiginlega gefið út handbók um gerð og inntak stofnanasamninga þar sem finna má leiðbeiningar.
  • Heimasíðan Stofnanasamningar.is, er samstarfsverkefni kjara- og mannauðssýslu ríkisins og stéttarfélaga, en þar má finna efni sem nýtist við gerð og framkvæmd stofnanasamninga.
Staðlað form
Að auki hafa KVH og ríkið gefið út dæmi um “staðlað form stofnanasamninga” (pdf skjal; Word skjal), auk inngangs, leiðbeininga og launablaðs, (pdf skjal; excel skjal),  sem nota má í þeim tilfellum sem einn eða mjög fáir félagsmenn starfa á stofnun
 

 

Stofnanasamningar í starfrófsröð stofnana:

 

 

 

Share This